Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
5.2.2010 | 22:30
Eurovision update I 05-02-2010
Auðvitað er þetta ekkert stolið! hvernig dettur mönnum í hug að halda að þetta "proffesional" fólk eins og Hera Björk og Örlygur Smári láti slíkt henda. Lög eru oft lík og þetta góða lag (sem ég vona reyndar að vinni á morgun) er líkt öðru góðu lagi en ekki eins og það er megin málið.
Annars er nóg af Eurovision skemmtun þessa helgina
Í kvöld var Slóvakía með sína fimmtu undankeppni
Annað kvöld er svo kvöld Norðurlandanna en þá eru lokakeppnir í Noregi, Íslandi og hér í Danmörku og Svíþjóð skýtur sinni keppni í gang. Norsku lögin og þau Íslensku eru hér á djúk/senu boxunum mínum til hægri og hægt er að hlusta á 30sek af þeim dönsku á vef DR
Á sunnudaginn finna svo Holland og Kýpur sín lög.
![]() |
Þetta er allt saman júrópopp" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eurovision - auðvitað :-) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En hér kemur hver vitleysan af annari í þessum tón frá þessum öfgaflokki þessa dagana. Hef nú lúmskt gaman af þessarri tillögu hví hvernig er meðekta ungana sem tala nýrri tungu svokallaða sms mállýsku skilja þau það mál?
Eru þeir líka að missa sig (ásamt reyndar Konservative og Socialistisk Folkeparti) yfir því að það var kvenna-foreldra fundur í einum skólanum á Norðurbrú í gær þ.e.a.s pabbar fengu ekki að vera með þar sem jú margar múslímskar konur meiga ekki funda með mönnum sínum og því var þetta prófað þarna í gær svona til að hrista danskar mæður og aðfluttar saman.
![]() |
Vill banna erlend tungumál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2010 | 17:21
Eurovision update I 02-02-2010
Þá skjóta Þjóðverjar í gang sinni undankeppni vegna Eurovision2010 sem haldin verður á Fornebu í Noregi í maí nk.
Keppnin í ár er samvinna hjá Stefan Raab og sjónvarpstöðvanna ARD og ProSieben og hægt verður að sjá keppnina á ProSieben í kvöld frá klukkan 20:15 CET.
Í kvöld keppa tíu um hvaða fimm komast í "útsláttarkeppni" aðrir tíu keppa svo í næstu viku. Þau 10 sem í tveim fyrstu undan keppnunum komast áfram keppa svo saman frá 23.febrúar og detta tveir keppendur út vikulega fram til úrslita keppninnar 12.mars en þá keppa tveir "endingar bestu" flytjendurnir um hver þeirra verður keppandi Þýskalands 2010.
njótið
Eurovision - auðvitað :-) | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ekki það að fólk sé á sumardekkjum því það lið lætur nú bara bílinn vera heima, heldur er mun verra að hafa stjórn á öllu þessu liði sem einhvern vegin heldur að það sé öruggt bara við það að setja hjálm á hausinn og þá geti það hjólað í snjónum.
Þrisvar í dag sá ég á þessum tveim ökuferðum mínum um Kaupmannahöfn fólk í slíkri múdderingu (hjálmklætt) sem ekkert gat ráðið við fáka sína og fór í veg fyrir bíla. Fyrsta tilfellið slapp maddaman við að kasta sér af hjólinu annað tilfellið endaði ekki nógu vel þar sem viðkomandi endaði framan á strætisvagni en í hinu þriðja komst viðkomandi á undraverðan hátt rétt fyrir hornið á flutningabíl sem hann rann í veg fyrir.
Svo nú er bara að vona að liðið láti hjólfákinn sinn standa á morgun er við á vetrartúttunum skröltum heim úr vinnu á 10km hraða
p.s hádegisfrétt tv2news frá í gær
![]() |
Hörkuvetur í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2010 | 21:16
Eurovision update II 01-02-2010
Í Noregi fór fram síðastliðin laugardag svokallaður "Siste sjanse" en þar völdu norðmenn tvö síðustu lögin til þáttöku í Melodi Grand Prix n.k laugardag. Eru þessi lög nú komin inná senu/djúkboxin mín hér til hægri og einnig má sjá þau flutt hér að neðan
fyrst kemur Bjørn Johan Muri með lagið Yes Man
og svo er það hún Venke Knutson sem er hér með lagið "Jealous Cause I Love You".
njótið
Eurovision - auðvitað :-) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2010 | 16:17
Eurovision update I 01-02-2010

Eurovision - auðvitað :-) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Schlager músík
- Radio Paloma Þýsk schlager músík eins og hún gerist best
Eurovision 24/7 í hátalarana - nema hvað :-)
- ESCRADIO.com
- SR - Melodifest sænsk eurovision rás
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2024
- Október 2023
- Janúar 2023
- Febrúar 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008