En þaðan verður gengið niður á Ráðhústorg og áfram að Kristjánsborgarhöll þar sem aðgerðum þeirra sem með völdin fara og fantaskap lögreglunnar í nótt sem leið mótmælt af okkur fólkinu á gólfinu.
Fréttaþyrla sjónvarpsstöðvarinnar TV2 mun fylgja göngunni í kvöld og verðurþví bein útsending af viðburðunum á Tv2 news.
Myndbrot sem eg mun setja inn hér eins fljótt og hægt er er heim verður komið.
Deilt um aðgerðir gegn flóttamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:41 | Facebook
Tenglar
Schlager músík
- Radio Paloma Þýsk schlager músík eins og hún gerist best
Eurovision 24/7 í hátalarana - nema hvað :-)
- ESCRADIO.com
- SR - Melodifest sænsk eurovision rás
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2024
- Október 2023
- Janúar 2023
- Febrúar 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
Athugasemdir
Það eru auðvitað takmörk fyrir því hvað Danmörk og önnur vestræn ríki geta tekið við af flóttafólki, sem litlar líkur eru á að vilji aðlagast og fyrirlíta þá menningu sem fyrir er í þessu tilfelli Danmörk.
Það kórónar auðvitað allt þegar múslímar leita skjóls í kirkju, því þeir eru vanastir því að kveikja í þeim og sprengja þær í loft upp í Mið-Austurlöndum.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 20:08
Skúli hver segír þér að þetta séu múslíimar - þetta eru Kúrdar og Írakar sem þarna eru að reyna að sleppa við dauðaför heim
Jón Arnar, 13.8.2009 kl. 20:17
Hvers vegna voru bara karlmenn teknir höndum? Hver sinnir konunum og börnunum?
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 21:57
Það er ekki eins og að Múslimar eru að fá eitthverja betri mótöku hérna í versturlöndunum þegar nazistar og hægri sinnaðir kasta bensínsprengjum á moskur theirra.
Þetta er náttúrulega bara brota brot av öllum sem lifa hér, en það sama gengir um Mið-Austurlöndin.
Ísak (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 10:26
Og ó... Þetta var til hans Skúla.
Ísak (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 10:27
V.J:
Konur og börn fóru í öruggt skjól hjá hjálparsamtökum og karlarnir voru handteknir því það eru þeir sem eru með vísa brottvísun - konur og börn virðast bara hafa fylgt þeim/orðið til í asylskjólum.
Ísak:
Persar eru sumir þessara manna og ekkert hafa þeir með arabísku róttæku múslimana að gera (frétti ég í sund-saununni í gær þar var einn hérbúandi Persi að fræða okkur hina "sánverana" )
Jón Arnar, 14.8.2009 kl. 12:52
Það er gott að hafa Persa til að fræða sig þegar mikið liggur við, en er ekki stjórnarfarið í Íran dálítið Islamist? Siðspillt og úr samhengi við raunveruleikann! Hitt er annað mál að þeir hafa ekkert með rótæku arabana að gera.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 16:06
Mæli með að fólk lesi blogg sem heitir http://meritwager.wordpress.com ef það vill fylgjast með hvað gerist í kring um hælisleitendur t.d. hjá Migrationverket i Sverige.
Upplýsingarnar koma frá starfsfólkinu sjálfu.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 16:20
Stjórnarfarið hvað er það betra hjá ykkur?
Jón Arnar, 14.8.2009 kl. 16:21
Það er þá að vona að því sé minna hægristjórnað þar undir M-stjórn svía en hér í hjá okkur DK þar sem öfgahægriflokkur Piu stjórnar landinu utan stjórnar
Jón Arnar, 14.8.2009 kl. 16:24
Sælir ágætu bloggarar. Afsakið að ég hafði ekki tíma til að kíkja á þráðinn aftur fyrr en núna en það skal upplýst:
Kúrdar eru múslímar og eru jafn sprengjuglaðir og aðrir, sérgrein er að kála Tyrkjum.
Írakar skiptast í Shía múslíma, sem eru ekkert feimnir við að sprengja annað fólk í loft upp í Írak og Sunní múslíma sem eru afar duglegir að sprengja fólk í loft upp út um allan heim og eru um 80-85% allra múslíma og ber því mest á þeim.
Það skiptir litlu máli hvað þessir stjórnmálaflokkar kalla sig, því í megindráttum þá fara þeir eftir sömu pólitísku stefnunni sem heitir ,,Íslam" og er skilgreind í Kóraninum, annálunum, Ævisögu Múhameðs og Sharia lögunum.
Þar er kjarnaboðskapurinn þessi:
Kóran. Kaflinn um þýfið. 008:039.
Skýringar:008:039 m30Maður á að berjast þangað til ekki eru lengur til nein freisting(les: pólitískir andstæðingar) lengur.Allt sem ekki er í samræmi við Islam (sharia lög) skal eyðileggjast.
Með öðrum orðum þá er boðuð hér blóðug bylting í öllum löndum sem ekki eru íslömsk.
Öðru nafni ,,Jihad."
Frekara lesefni um þetta er á http://www.blekpennar.com
mbk.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 17:53
Þetta er allt rétt hjá Skúla, en fólk er svo latt að það nennir ekki að velta sér upp úr þessum óþægindum og síðan koma múslimarnir til með að valta yfir vesturlönd í rólegheitum og eru reyndar byrjaðir.
Bretar hafa þegar samþykkt Sharia-lög í vissum tilfellum og Frakkar eru í vandræðum með ósyndar múslimakerlingar sem vilja þvo burkuna í sunhöllunum. En "húkers", tíminn vinnur með múslimum, m.a. vegna ómannúðlegrar tímgunar.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 20:26
Þið tveir síðustu eru dæmi um hversvegna heimurinn í dag er eins og hann er = að pota í hina því þeir eru verri Skammist ykkar
Jón Arnar, 14.8.2009 kl. 20:43
´Eg er orðinn það gamall að ég nenni yfir höfuð ekki að hugsa um þetta, en það væri best ef Talibanar myndu hrauna yfir þess helvítis dani og byrja að kenna þeim mannasiði, samkvæm þeirra kokkabókum og ég er viss um að þú ert mér sammála Jón Arnar. Eða hvað?
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 22:14
Við danir erum ekkert helvítis eitthvað frekar en aðrar mannverur hér á jörð V.J. og ef þannig er hugsað sem þú nú virðist (van)hugsa er kannski ekki nema von að heimurinn sé að fara til helvítis
Jón Arnar, 14.8.2009 kl. 22:38
Góðan daginn Jón Arnar,
Það er ekkert sérstakt við þinn hugsunarhátt og pólitísku rétthugsun. Þú ert einfaldlega þverskurðurinn af grandalausum góðmennum á Vesturlöndum, sem halda að hugarheimur múslíma og hið pólitíska íslam sé einhver jesúsboðskapur. Vegna fjölda eins hugsandi fólks, munu múslímar fara létt með að valta yfir vestræna menningu í fyllingu tímans.
Ég vil benda þér á að Fatíma Rifqa Bary sem er táningsstúlka og kom sér að heiman vegna morðhótana föður síns, stendur í baráttu upp á líf og dauða fyrir því að verða ekki send til baka inn á heimili sitt aftur vegna þess að hún er aðeins 17 ára og þar með ólögráða.
Hér er slóðin á frásögn hennar og viðtal fréttamanns við hana sem er átakanlegt og sorglegt að hlusta á:
http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2009/8/14/drepurpabbitaningsstulkuna-rifqabary-iheidursmordi/
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 09:49
Góðan daginn Skúli
Er einhver munur á hvaðan "innanfjölskyld"u misþyrmingar koma finnst þér? Er betra að fyrirgefa að einhver misþyrmi/misnoti ungabarnið sitt og dýrki þinn guð heldur en guð þeirra hinna?
Fyrir mér eru þær jafn óhugnarlegar sama hvað þið þykist trúa á
Jón Arnar, 15.8.2009 kl. 09:57
Það versta er ekki hvað þið eruð að segja... heldur að þið trúið þessu bulli.
Sérstaklega áhugarvert þetta:
"Þú ert einfaldlega þverskurðurinn af grandalausum góðmennum á Vesturlöndum, sem halda að hugarheimur múslíma og hið pólitíska íslam sé einhver jesúsboðskapur."
Og ha? Erum við svona rosalega betri í jesúboðskapi? Öfgakristnir eru heldur ekkert góð hlið hjá okkur. Og er það semsagt ekki gott ef að maður reynir þá að fylgja góðseminni sem að Jesús talaði um? Í stad þess að hata og merkja fólk sem illt. (Og þetta frá persónu sem að er ekki kristin)
"Vegna fjölda eins hugsandi fólks, munu múslímar fara létt með að valta yfir vestræna menningu í fyllingu tímans."
Ég bara hálfvona ad það gerist eins hratt og mögulega. Það er hluti af okkar nútímasamfélagi að menningar blandast og ég hlæ nú bara dátt að þessum hræðsluáróðri sem að sprettur endalaust frá fólki (Ég hef góða reynslu af Íslam og þeir múslimar sem að ég hef kynnst gegnum árin hafa nú bara verið mjög fínt fólk).
Ef að þú mundir bara reyna að taka gleraugun af þér og líta á hluti frá öðru ljósi þá mundir þú skilja okkar sýn. Það er ekki hægt að setja svona stóran hluta fólks undir einn flokk. Að sjálfsögðu er það alltaf illgresi innan um alla flokka fólks, bæði í Mið-Austurlöndum og hjá okkur. En þó að smá illgresi geti eiðilagt mynd af annars fínum garði, þá má maður ekki gleima að þetti illgresi er bara lítill hluti sem að þó öskrar hæst.
Ísak (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 11:21
Sæll aftur Jón Arnar,
Þú áttar þig væntanlega ekki á því, eins og ég bjóst við að faðirinn styðst við tilskipanir Kóransins og sharia lög um þá sem hafna trúnni og yfirgefa hina pólitísku hreyfingu Íslam.
Í hans augum er það lagaleg skylda hans að drepa stúlkuna.
Hinar laga/trúarlegu tilskipanir Kóransins varðandi þetta efni eru í um 12 málsgreinum en þessar eru mikilvægastar: 004:089 segir: 004:089 ,,Ef þeir fara frá ykkur (hafna Íslam), grípið þá og drepið hvar sem þér finnið þá.”
Og 009:013-014 segja: „Munuð þér ekki berjast við þá sem brutu eiða sína (gerðust fyrrverandi Múslímar) og gerðu samsæri gegn Sendiboðanum (þ.e.a.s. Mó). Drepið þá! (Síðustu tvö orðin hafa verið brottnumin úr mörgum nútíma þýðingum á Kóraninum, en eru í eldri útgáfum óbreytt)
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 11:23
Hér þarf ekki að fara lengra en niður á Lolland til að finna öfgatrúar hóp Ruthar Evensens "Faderhuset".
Þar hafa fjölskyldur sundrast í nafni trúarinnar og dóttir áðurnefndrar er til að geta lifað eðlilegu lífi búin að slíta öll tengsl við hana.
Ef ekki hefði slíkt orðið væri ég dáín sagði hún hér í sjónvarpsviðtali, allt sökun líkamlegs/andlegs ofbeldis.
Gerist þetta í nafni Trúarinnar þykir það í lagi hjá þeim þar, svo þetta er dæmi um að þín trú Skúli er líka gegnsýrð af hatri ofbeli og annarri illsku og fyrir okkur sem viljum lifa í sátt og samlyndi við aðra, líka með til að gera veg okkar grýttari.
Jón Arnar, 15.8.2009 kl. 11:50
Jón,
Þar sem þú vilt tala um þessi mál sem trú, og virðist tengja ákveðið atvik í ,,Faderhuset" við Nýja Testamentið, þá hlýturðu að þekkja málsgreinar úr því riti sem styðja það sem þú segir.
En, Jón, heldurðu að það sé stórt hlutfall kristins fólks sem lifir eftir bókstaf NT., eins og múslíma gera í sambandi við Kóraninn?
Ég held að hin menningarlega afstæðukenning sé eitthvað verulega að villa um fyrir þér, þar sem þú tiltekur þarna hreina undantekningu og alhæfir út frá henni. Það eru allt önnur hlutföll í þessu þegar þú kemur að hinu pólitíska íslam.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 15:42
Skúli er kristaltært dæmi um mann sem sér ekki skóginn fyrir öllum trjánum. Við gætum staldrað við núna og borið saman heilaga ritningu og Kóranið og víst er að viðbjóðurinn í Biblíunni er ekki minni.
Lítum til dæmis á Vottana sem neita læknisaðstoð fyrir börn sín ef hún felur það í sér að brjóta gegn boðum trúarinna. Vottanir eru dæmi um kristinn öfgahóp og telja sig lifa eftir bókstafnum í bylgjunni.
Þessi trú á líf eftir dauðann getur tekið á sig ansi öfgafullar myndir. Í raun er mér nokk sama hvort fólk vill leggja sig í hættu í fullvissu um líf á betri stað ef illa fer, það sem mér finnst hinsvegar afleitt er þegar sama fólkið er tilbúið til að gambla með líf annarra í þessari fullvissu sinni.
Það er ömurlegt að vita til þess að 12 ára gömul börn hafa valið dauðann vegna þess að þeir vildu ekki þiggja blóðgjafir því það samræmdist ekki þeirri trú sem foreldrar þeirra tróðu í þau.
Það er ljótt að vita til þess að foreldrar virkilega neita læknisaðstoð fyrir börn sín ef hún felur það í sér að brjóta gegn boðum trúarinnar.
Blóðgjafarbann vottanna er eitt af þessum dæmum þar sem fólk hefur frekar kosið dauða yfir börn sín í stað þess að brjóta gegn boðum snældubilaðs sértrúarsafnaðar.
Hver er munurinn á t.d. Hale-Bopp söfnuðinum, þar sem 39 manns drápu sig til að komast á betri stað, og vottinum sem kýs dauðann í stað blóðgjafar til að komast á betri stað?
Jú, Hale-Bopp er geimverudæmi og því fordæmt af samfélaginu á meðan votturinn er guðs-og-jesúdæmi og því meiri sátt um það.
Samt eru báðir hlutirnir snældubrjáluð geðveiki svo ekki sé of sterkt til orða tekið.
Í Þriðju Mósesbók 20:13 stendur að ef karlmaður leggist með öðrum karlmanni skuli þeir líflátnir verða.
Í Annarri Mósesbók 21:7: "Þegar maður selur dóttur sína að ambátt ..." Hvað heldur þú að væri sanngjarnt verð fyrir hana á vorum tímum?
Í Þriðju Mósesbók 25:44 segir: "Viljir þú fá þér þræla og ambáttir, þá skuluð þér kaupa þræla og ambáttir af þjóðunum sem umhverfis yður búa." Þýðir þetta að ég megi aðeins kaupa þræla af Færeyingum og Grænlendingum eða gildir orðasambandið "þjóðunum sem umhverfis yður búa" um allt evrópska efnahagssvæðið?
Fyrir síðustu Verslunarmannahelgi bannaði ég syni mínum sem er á þrítugsaldri en býr enn heima að fara á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Fyrst ætlaði hann ekki að taka mark á mér, en þegar ég hótaði að reka hann að heiman ef hann óhlýðnaðist ákvað hann að fara hvergi, en brást þó reiður við og kallaði mig öllum illum nöfnum, s.s. "helvítis harðstjóra" og "djöfulsins fífl". Nú þykir mér vænt um son minn, en í Þriðju Mósesbók 20:9 stendur:"Hver sá sem bölvar föður sínum eða móður sinni skal líflátinn verða." Þýðir þetta að mér beri skylda til að drepa strákinn eða tekur þetta ákvæði ekki til bölvs og ragns af þessu tagi?
Valur Einarsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 10:19
Valur,
Vinsamlegast vertu ekki að skrifa langhala upp úr Biblíunni eða sérstaklega GT, sem fáu fólki dettur í hug að fara eftir, jafnvel þó það teljist kristið eða gyðingar.
Þú getur vafalaust vitnað í einhver afbrigði og alhæft út frá því, en þar ertu kominn á bólakaf í menningarafstæðishyggju og hálann ís. Þú getur miklu fremur rætt um nýju fötin keisarans, það er álíka marktækt.
Hér er dæmi um menn sem taka pólitíska stefnu íslams alvarlega: http://blekpennar.com/?p=2480 greinin heitir: ,,FURSTADÆMIÐ Á GAZA FELLUR."
Í bókinni ,,Hin mörgu andlit trúarbragðanna" segir höfundurinn Séra Þórhallur Heimisson eftirfarandi á bls. 202: ,,Íslam er því ekki bara trúarbrögð heldur einnig stjórnskipulag, lög og reglur. Múslímar telja það heilaga skyldu sína að fylgja nákvæmlega hinum fimm stoðum íslams eins og þær koma fra í Kóraninum."
Enn fremur vil ég benda þér á það að Kóraninn er stjórnarskrá Sádi Arabíu og Írans.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.