17.4.2010 | 12:22
Tek ofan fyrir þeim sem þegar hafa vikið
Þá er skýrsla rannsóknarnefndar að byrja að gefa af sér ávöxt en þetta er ekki nóg!
Þorgerður gerir alveg rétt að taka pokann í dag en ættu svo allir þeir núverandi þingmenn sem voru á þingi fyrir hrun að sjá sóma sinn í því að hundskast líka heim (láta af þingstarfi) sama hvort þeir hafa verið í stjórn eða utan. Þeir nutu "allir" froðu uppgangsins og ekki var hátt í þeim þá sem hæst hafa svo gjammað síðan 10/08. Svo ætti að skipta "bessastaðaljóninu" út líka hið snarasta
Þorgerður stígur til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Schlager músík
- Radio Paloma Þýsk schlager músík eins og hún gerist best
Eurovision 24/7 í hátalarana - nema hvað :-)
- ESCRADIO.com
- SR - Melodifest sænsk eurovision rás
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1176
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2024
- Október 2023
- Janúar 2023
- Febrúar 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
Athugasemdir
Þorgerður fær ekki neitt prik frá mér vegna þess að það var ekki hún sem hlustaði á almenning. Hún gerði þetta ekki einu sinni fyrir almenning. Hún hlustaði á Sjálfsstæðisflokkinn og gerði þetta einungis fyrir hann(jafnvel þó það hafi nánast þurft að bera hana öskrandi út).
Það jákvæða er samt auðvitað að Ísland er(tímabundið) búið að losna við hana. Fannst samt sorglegt að hlusta á Bjarna verja hana. Maðurinn hennar gerði örugglega þónokkur börn fátæk, svöng og hrædd. Ég vorkenni þeim ekki mikið, jafnvel þó það sé leiðinlegt ef börnin þeirra lenda í miðjunni á þessu rugli, það er þeim sjálfum einungis að kenna.
Gunnar (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 12:58
Gunnar þú hefur greinilega ekki hlustað á ræðuna hjá Þorgerði!!!!
Hlustaðu fyrst áður en þú ferð að blása með rassgatinu.
Óskar (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 13:21
Óskar: Við erum ÖLL búin að hlusta á "ræðuna hjá Þorgerði.!!!!". Hvað meinar þú með þessu " rassagatsblástri "þínu?
Mér finnst þetta hrun (aðdragandi og eftirmáli) ein allherjar tradedía.Það á eftir að koma á daginn hvaða hlutverk Þ.K leikur þegar leikæfingum lýkur.
Þ.K er glæsileg, kraftmikil og kjaftfor kona, hugsar fljótt en kannski ekki djúpt.
Hún er að sumu leiti Fjallkonan okkar annó 2007.Það voru allir sjarmeraðir af hennar orku og sannfæringarkrafti og nú er svo að heyra að hún sé á góðri leið með að verða hetja hrunsins. Fórnaði sér að lokum fyrir flokkinn og fólkið í landinu.
Agla (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 14:20
Thessi kvikindi kunna ekki ad skammast sín. Audvitad eiga Illugi og Thorgerdur ad segja af sér ásamt fleirum. Ord Thorgerdar eiga vel vid núna:
"KOMA SVO BJARNI!!!!"
http://www.youtube.com/watch?v=kN5vyKLeYc8
Jolly Good!! (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 19:52
Kvikindi sem kunna ekki að skammast sín eru þeir einstaklingar sem moka úr haughúsi huga síns yfir annað fólk og þá jafnvel undir dulnefnum -
Lítill drengur sagð - þegar fólk talar ljótt þá er hjartað að skíta - ég held að hjörtu margra bloggara séu með niðurgang.
Ég fullyrði að ekkert af gífuryrðaliðinu - hvort sem um er að ræða þá sem tjá sig undir nafni eða hugleysingjar feluleiksins - hefðu haft þroska - dug né þor til þess að stíga fram og gera það sem Þorgerður gerði né heldur flytja þá ræðu sem hún flutti.
Reisnin er hennar - skömmin er bloggdómaranna.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.4.2010 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.